Aðili að ICCF

 

Fréttir

Ný skákstig! Ný ICCF skákstig (3 2016) gefin út. Sjá nánar hér.

Svíþjóð - Ísland
Landskeppni við Svíþjóð hófst 1. desember 2015. Teflt er á 25 borðum. Sjá nánar hér.

Daði Örn Jónsson Evrópumeistari!
Daði Örn Jónsson var að tryggja sér sigur í 68. Evrópumeistaramóti einstaklinga í bréfskák. Mótinu, sem hófst 15 desember 2013, er ekki lokið en nú er ljóst að enginn af andstæðingum hans getur náð honum að vinningum (sjá mótstöflu). Þessi glæsilega frammistaða Daða er langbesti árangur sem íslenskur bréfskákmaður hefur náð og jafnframt einn besti árangur sem íslenskur skákmaður hefur náð fyrir og síðar. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Daða til hamingju með titilinn. Sjá töflu hér.

Þorsteinn Þorsteinsson nær IM-áfanga!
Þorsteinn Þorsteinsson náði góðum árangri á EM landsliða. Hann hlaut 6 vinninga gegn sterkum andstæðingum og náði með því sínum fyrsta áfanga að IM-titli. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Þorsteini til hamingju með áfangann. Sjá töflu hér.

Bandaríkin - Ísland
Landskeppni við Bandaríkin hófst 2. janúar 2014 er lokið með öruggum sigri Íslands sem hlaut 34.5 v. gegn 27.5 v. Bandaríkjanna. Sjá nánar hér.

Eggert Ísólfsson útnefndur alþjóðlegur meistari!
Eggert Ísólfsson hefur farið mikinn í bréfskákinni undanfarið eftir langt hlé. Hann sýnir að hann hefur engu gleymt og mætir sterkur til leiks. Á stuttum tíma hefur hann náð frábærum árangri og landað alþjóðlegum bréfskáktitli, IM. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Eggerti til hamingju með titilinn.

Daði Örn Jónsson landar SIM-titli!
Daði Örn Jónsson kom inn í bréfskákina með látum og lét þegar til sín taka. Hann var skotfljótur að landa IM-titil og nú hefur hann bætt við SIM-titli. Sannarlega glæsilegur árangur. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Daða til hamingju með titilinn.

Bréfskák ársins 2014
Að lokinni kosningu og mati þriggja stórmeistara var skák Árna H. Kristjánssonar gegn Tom James Craig valin bréfskák ársins 2014. Sjá skákina hér.

ICCF Olympiad 20 Preliminaries - Section 04 sem hófst 10. desember 2012 er lokið. Rússar sigruðu í riðlinum en íslenska sveitin varð í fjórða sæti. Sjá nánar hér.

Skotland - Ísland
Landskeppni við Skotland hófst 1. desember 2014. Teflt er á 27 borðum. Sjá nánar hér.

Þýskaland - Ísland
Landskeppni við Þjóðverja sem hófst 10. apríl 2012, lauk 1. október 2014. Þjóðverjar sigruðu með 31 v. gegn 26 v. Íslendinga. Sjá nánar hér.

Ástralía - Ísland
Landskeppni við Ástralíu hófst 15. september 2014. Teflt er á 29 borðum. Sjá nánar hér.

9th European Team Championship - Final
Níunda úrslitakeppni Evrópumóts landsliða hófst 10. júní 2014. Um titilinn keppa 13 sveitir og eru margar þeirra á meðal sterkustu þjóða heims. Það er því ljóst að íslenska sveitin mun eiga við ramman reip að draga. Sjá nánar hér.

Danmörk - Ísland
Landskeppni við Dani sem hófst 10. apríl 2012, lauk 17. apríl 2014. Íslendingar sigruðu örugglega með 26,5 v. gegn 13,5 v. Dana. Sjá nánar hér.

Bandaríkin - Ísland
Landskeppni við Bandaríkin hófst 2. janúar 2014. Teflt er á 31 borði sem er metfjöldi í landskeppnum Íslendinga. Sjá nánar hér.

Daði Örn Jónsson útnefndur alþjóðlegur meistari!
Daði Örn Jónsson hefur farið mikinn í bréfskákinni frá því að hann hóf keppni. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og nú hefur ICCF útnefnt hann alþjóðlegan bréfskákmeistara, IM. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Daða til hamingju með titilinn.

Holland - Ísland
Landskeppni við Hollendinga sem hófst 1. maí 2012, lauk 5. mars sl. Íslendingar sigruðu örugglega með 18,5 v. gegn 11,5 v. Hollendinga. Sjá nánar hér.

Þýskaland - Ísland
Landskeppni við Þjóðverja hófst 21. janúar 2013. Teflt er á 28 borðum. Sjá nánar hér.

ICCF Olympiad 20 Preliminaries- Section 04 hófst 10. desember 2012. Níu þjóðir eru í riðlinum og líklega verður á brattan að sækja fyrir íslensku sveitina. Sjá nánar hér.

England - Ísland
Landskeppni við Englendinga sem hófst 26. mars 2011, lauk 5. nóvember sl. Keppninni lauk með jafntefli, 15-15 eftir góðan endasprett Englendinga. Sjá nánar hér.

Spánn - Ísland
Landskeppni við Spánverja sem hófst 20. nóvember 2010 lauk 7. september 2012. Íslendingar hlutu 19 vinninga gegn 11 vinningum Spánverja. Þetta verða að teljast mjög góð úrslit þar sem meðalstig Spánverja voru 2282 á móti 2279 stigum okkar manna. Sjá nánar hér

Danmörk - Ísland
Landskeppni við Dani hófst 10. apríl 2012. Teflt er á 20 borðum. Sjá nánar hér.

Árni H. Kristjánsson Íslandsmeistari í bréfskák
22. Bréfskákþingi Íslands og minningarmóti um Sverrir Norðfjörð er lokið. Mótið hófst 1. mars 2010 og voru keppendur 13 og þar af 5 erlendir. Með þessu sniði gafst keppendum tækifæri til að ná SIM- og IM-áföngum. Leikar fóru þannig að Árni H. Kristjánsson sigraði með 8,5 vinninga úr 12 skákum. Í öðru til fjórða sæti með 8 vinninga, urðu Baldvin Skúlason, Sonny Colin (Svíþjóð) og Jónas Jónasson. Þessir keppendur náðu allir IM-áföngum. Með sigrinum tryggði Árni sér jafnframt IM, alþjóðlegan meistaratitil í bréfskák. Félag íslenskra bréfskákmanna óskar Árna til hamingju með sigurinn og IM-titilinn. Sjá nánar hér

Níunda Evrópumót landsliða hófst 15. júlí 2011. Sjá nánar hér

Stjórnin

© 2006 Félag íslenskra bréfskákmanna